Skáldsaga Leiðin í hundana ★★★★★ Eftir Erich Kästner. Elísa Björg Þorsteinsdóttir íslenskaði. Ugla, 2024. Kilja, 268 bls.
Satíruhöfundur Þjóðverjinn Erich Kästner.
Satíruhöfundur Þjóðverjinn Erich Kästner. — Ljósmynd/Fritz Basch, Nationaal Archie

Bækur

Einar Falur

Ingólfsson

Mannkynið veit ekki lengur sitt rjúkandi ráð, segir Fabian, 32 ára gömul aðalpersóna Leiðarinnar í hundana, þegar hann rekst á gamla skólastjórann sinn. Fabian hefur misst vinnuna og er eins og stefnulaust rekald í lífinu; hann hefur hrakist frá Berlín heim á æskuslóðir og skólastjórinn gefur honum ráð: „Þér verðið að fylla upp í persónuleikann!“

En persónan sú, sem skólastjóranum finnst eitthvað illa uppfyllt – hann segir Fabian alltaf hafa verið einn besta nemandann en líka einn þann ósvífnasta – hefur nú heillað lesendur í næstum heila öld. Og það er fengur að því að hún sprangi nú loksins um og tali á íslensku, þótt seint sé; Leiðin í hundana kom fyrst út árið 1931 og er

...