Biblía Verkefnið hófst 2019.
Biblía Verkefnið hófst 2019.

Allar 66 bækur íslensku biblíuþýðingarinnar, sem kom út árið 2007, hafa verið hljóðritaðar. Hljóðbókin er aðgengileg án endurgjalds á vefnum biblian.is/hljodbok. Einnig er hægt að hlusta á hana á hljóðbókaveitum eins og Storytel og í biblíuappinu Youversion (bible.com). Þetta kemur fram í B+, blaði Biblíufélagsins, sem fylgir Morgunblaðinu í dag.

Hljóðbókin tekur alls 90 klukkustundir og 19 mínútur í flutningi. Lesararnir eru átta leikarar. Arnar Jónsson les sextán bækur, Álfrún Helga Örnólfsdóttir fimm bækur, Eggert Kaaber átta bækur, Guðjón Davíð Karlsson tvær bækur, Kristján Franklín Magnús tólf bækur, Ragnheiður Steindórsdóttir sjö bækur, Steinunn Jóhannesdóttir fimm bækur og Þóra Karítas Árnadóttir les ellefu bækur.

Verkefnið hófst árið 2019 með hópfjármögnun og var hljóðbókin alfarið fjármögnuð með frjálsum framlögum

...