„Taugarnar eru bara mjög slakar myndi ég segja. Undirbúningurinn er búinn að ganga rosa vel. Við erum búnir að hafa góðan tíma til þess að undirbúa okkur hérna í Grikklandi,“ sagði Sölvi Geir Ottesen, þjálfari karlaliðs Víkings úr…

„Taugarnar eru bara mjög slakar myndi ég segja. Undirbúningurinn er búinn að ganga rosa vel. Við erum búnir að hafa góðan tíma til þess að undirbúa okkur hérna í Grikklandi,“ sagði Sölvi Geir Ottesen, þjálfari karlaliðs Víkings úr Reykjavík í knattspyrnu, í samtali við Morgunblaðið á Ólympíuleikvanginum í Aþenu í gær. Víkingur mætir gríska stórliðinu Panathinaikos í síðari leik liðanna í umspili um sæti í 16 liða úrslitum Sambandsdeildarinnar í kvöld. » 55