„Í framhaldi af fyrri samskiptum og umfjöllun eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga (EFS) óskar nefndin eftir sjónarmiði Reykjavíkurborgar er varðar mat og flokkun tiltekinna eigna í reikningsskilum sveitarfélagsins.“ Þær…
Ólafur E. Jóhannsson
oej@mbl.is
„Í framhaldi af fyrri samskiptum og umfjöllun eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga (EFS) óskar nefndin eftir sjónarmiði Reykjavíkurborgar er varðar mat og flokkun tiltekinna eigna í reikningsskilum sveitarfélagsins.“ Þær „tilteknu eignir“ sem hér er vísað til eru eignir Félagsbústaða hf.
Svo segir í fyrirspurn innviðaráðuneytisins til sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs Reykjavíkurborgar, en ráðuneytið afhenti Morgunblaðinu samskipti aðila sem fram fóru í tölvupósti eftir beiðni blaðsins þar um. Téður póstur var sendur í upphafi þessa árs, en eftir því sem næst verður komist hefur erindinu enn ekki verið svarað.
Má ekki meta á markaðsvirði
Í fyrirspurninni er tekið
...