Orkumál eiga ekki að vera vettvangur fyrir skotgrafir og upphrópanir. Við þurfum samvinnu, faglega nálgun og lausnamiðaða stefnu.
Halla Hrund Logadóttir
Halla Hrund Logadóttir

Halla Hrund Logadóttir

Að lokinni þingsetningu, sem fram fór 4. febrúar sl. og þar sem ný ríkisstjórn hefur lagt fram þingmálaskrá vorþings, er rétt að minna á eina mikilvægustu áskorun samtímans: orkumál. Orkumál hafa um langa hríð verið mikið deiluefni á Alþingi, en í ljósi þjóðarhagsmuna er nauðsynlegt að nálgast þau af meiri skynsemi og trausti en verið hefur, bæði varðandi nýtingu auðlinda og náttúruvernd. Það er von mín að umræða um orkumál á komandi árum verði markviss og lausnamiðuð og byggi á sameiginlegum langtímasjónarmiðum, öllum til hagsbóta.

Hraðar breytingar á orkumarkaði

Ef við horfum til síðasta áratugar sést glöggt hversu sveiflukennd þróun eftirspurnar og framboðs á orku getur verið. Á þessu tímabili var álverið í Helguvík blásið af. Framboð á raforku var nægt og orkuverð lágt. Heimsfaraldurinn sem skall

...