
Halla Hrund Logadóttir
Að lokinni þingsetningu, sem fram fór 4. febrúar sl. og þar sem ný ríkisstjórn hefur lagt fram þingmálaskrá vorþings, er rétt að minna á eina mikilvægustu áskorun samtímans: orkumál. Orkumál hafa um langa hríð verið mikið deiluefni á Alþingi, en í ljósi þjóðarhagsmuna er nauðsynlegt að nálgast þau af meiri skynsemi og trausti en verið hefur, bæði varðandi nýtingu auðlinda og náttúruvernd. Það er von mín að umræða um orkumál á komandi árum verði markviss og lausnamiðuð og byggi á sameiginlegum langtímasjónarmiðum, öllum til hagsbóta.
Hraðar breytingar á orkumarkaði
Ef við horfum til síðasta áratugar sést glöggt hversu sveiflukennd þróun eftirspurnar og framboðs á orku getur verið. Á þessu tímabili var álverið í Helguvík blásið af. Framboð á raforku var nægt og orkuverð lágt. Heimsfaraldurinn sem skall
...