
Markaskorari Freyja Stefánsdóttir var á skotskónum í Cumbernauld.
— Ljósmynd/Alex Nicodim
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, hafði betur gegn Skotlandi í vináttulandsleik í Cumbernauld í Skotlandi í gær. Leiknum lauk með 3:1-sigri Íslands þar sem þær Hrefna Jónsdóttir og Freyja Stefánsdóttir skoruðu mörk Íslands í fyrri hálfleik. Brynja Rán Knudsen bætti svo við þriðja marki Íslands í síðari hálfleik. Liðin mætast á nýjan leik á sunnudaginn kemur, 23. febrúar.