
— Ljósmynd/FIBA
Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik náði ekki að tryggja sér sæti í lokakeppni Evrópumótsins 2025 þegar það tapaði, 87:78, í Ungverjalandi í gærkvöld. Martin Hermannsson átti þar stórleik og skoraði 25 stig en það var ekki nóg. Liðið mætir Tyrkjum í Laugardalshöllinni á sunnudagskvöldið og fær þar annað tækifæri til að gulltryggja sér sæti í lokakeppni EM. » 27