
Halldóra Sigr. Sveinsdóttir
Þegar kjarasamningar á almennum markaði voru undirritaðir voru meginmarkmið samningsins meðal annars að lækka verðbólgu með samstilltu átaki verkalýðshreyfingarinnar, ríkis, atvinnurekenda, sveitarfélaga og annarra. Ríkið skuldbatt sig til að hækka ekki umfram 2,5% á árinu 2025. Tilmæli voru til sveitarfélaga um að endurskoða áður útgefnar hækkanir og halda þeim innan 3,5% vegna barnafjölskylda. Fyrir kjarasamningsgerðina lágu fyrir niðurstöður skýrslu Vörðu rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins, þar sem gerð var sérstök úttekt á stöðu og lífsskilyrðum ræstingafólks.1)
Niðurstöðurnar voru vægast sagt sláandi. Konur og innflytjendur eru í meirihluta starfandi við ræstingar. Miðað við aðra hópa á þessi hópur erfitt með að ná endum saman, er frekar í vanskilum miðað við aðra hópa. Þessi hópur býr frekar í
...