„Þetta er þverpólitísk samstaða allra þeirra sveitarstjórna sem verða að geta treyst á öryggi innanlandsflugsins bæði þegar kemur að áætlunarflugi og sjúkraflugi,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, um lokun austur/vestur-flugbrautar Reykjavíkurflugvallar
Samstaða Bæjar- og sveitarstjórar vilja að brautin verði opnuð.
Samstaða Bæjar- og sveitarstjórar vilja að brautin verði opnuð. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Óskar Bergsson

oskar@mbl.is

„Þetta er þverpólitísk samstaða allra þeirra sveitarstjórna sem verða að geta treyst á öryggi innanlandsflugsins bæði þegar kemur að áætlunarflugi og sjúkraflugi,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, um lokun austur/vestur-flugbrautar Reykjavíkurflugvallar.

Hún skrifaði ásamt níu öðrum bæjarstjórum á landsbyggðinni sameiginlega grein sem birtist á vísi.is þar sem þau mótmæla því að trjágróður í Öskjuhlíð njóti forgangs þegar um líf og heilsu fólks utan af landi er að ræða.

Spurð hvort þau hafi verið í samskiptum við Reykjavíkurborg vegna málsins segir hún þennan hóp munu eiga fund með borgaryfirvöldum, samgönguráðuneyti, Samgöngustofu og Isavia á

...