Sérstakur aukafundur var haldinn í vikunni í skóla- og frístundaráði borgarinnar vegna ástandsins í Breiðholtsskóla sem lýst hefur verið í fréttum Morgunblaðsins og mbl.is. Jákvætt er að borgaryfirvöld hafi ákveðið að taka á málinu en eins og formaður ráðsins hefur líka viðurkennt hefði það mátt gerast fyrr.
Í samtölum Morgunblaðsins við nokkra foreldra og fulltrúa skólans hefur komið skýrt fram að ástandið í skólanum hefur um nokkurt skeið verið algerlega óviðunandi og fengið að ganga lengur og lengra en nokkurt barn á að þurfa að búa við. Og staðreyndin er sú að þetta snýst fyrst og fremst um börnin, menntun þeirra og líðan, en hvort tveggja hefur liðið fyrir ástandið.
Formaður ráðsins, Árelía Eydís Guðmundsdóttir, segir að horfa þurfi á málið sem víðtækara samfélagsmál en svo að það snúist aðeins um það sem gengið hefur á
...