ÞG Verk hefur sett fyrirhugaða hóteluppbyggingu á Granda á ís vegna óvissu í ferðaþjónustu. Þorvaldur Gissurarson, forstjóri og eigandi ÞG Verks, staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið. Þegar Morgunblaðið ræddi við Þorvald um verkefnið 23

Á Granda Fyrirhugað 100 herbergja hótel við Alliance-húsið á Granda.
— Teikning/Gláma Kím
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
ÞG Verk hefur sett fyrirhugaða hóteluppbyggingu á Granda á ís vegna óvissu í ferðaþjónustu.
Þorvaldur Gissurarson, forstjóri og eigandi ÞG Verks, staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið.
Þegar Morgunblaðið ræddi við Þorvald um verkefnið 23. janúar í fyrra áformaði hann að hefja jarðvinnu vorið 2024 og uppsteypu um haustið sama ár. Ef það gengi eftir væri raunhæft að hótelið yrði tilbúið fyrir sumarið 2026.
Þegar Morgunblaðið ræddi aftur við Þorvald 16. júlí síðastliðinn upplýsti hann að verkefnið væri enn í skipulagsferli en afgreiðsla þess hefði tafist hjá borginni. Það á nú sinn þátt í að verkefnið hefur verið sett á ís vegna óvissu í ferðaþjónustu, sem
...