Kajakræðarinn Adrián Simancas lenti í ótrúlegu atviki í Magellansundi í Chile þegar hnúfubakur gleypti hann – en spýtti honum síðan út aftur. „Ég lokaði augunum en þegar ég opnaði þau áttaði ég mig á að ég var inni í munninum á einhverju,“ sagði…

— Colourbox
Kajakræðarinn Adrián Simancas lenti í ótrúlegu atviki í Magellansundi í Chile þegar hnúfubakur gleypti hann – en spýtti honum síðan út aftur. „Ég lokaði augunum en þegar ég opnaði þau áttaði ég mig á að ég var inni í munninum á einhverju,“ sagði Adrián við BBC, en hann var á kajaksiglingu með föður sínum þegar atvikið, sem náðist á myndband, átti sér stað. Dýrafræðingar hafa útskýrt að skíðishvalir geti ekki kyngt hlutum á stærð við mann og að líklega hafi hvalurinn óvart gripið manninn með þegar hann var gæða sér á fiskitorfu. Nánar á K100.is.