Stjórnlyndir stjórnmálamenn eru jafnan afar hugmyndaríkir þegar kemur að því að finna nýjar leiðir til að hækka skatta. Ef hægt væri að virkja þetta hugmyndaflug þyrfti ekki að hafa áhyggjur af orkuleysi í landinu, en því miður virkar þetta öfugt. Hærri skattar draga þrótt úr almenningi og atvinnulífi og rýra lífskjör.
Nýjasta dæmið um þetta hugmyndaflug er að finna í drögum að frumvarpi ríkisstjórnarinnar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Þar er að finna ákvæði um að ef sveitarfélag „fullnýtir ekki heimild sína til álagningar útsvars“ skuli lækka framlög Jöfnunarsjóðs til viðkomandi sveitarfélags sem nemur mismuninum á útsvari sveitarfélagsins og hámarksútsvari.
Þetta ákvæði er um það bil ígildi þess að neyða sveitarfélög til að innheimta hámarksútsvar og þar með að útrýma þeim litla hvata sem þó er fyrir hendi
...