Einhverra hluta vegna hefur það loðað við íslensk landslið í ýmsum greinum að fara helst „Fjallabaksleiðina“ þegar kemur að því að vinna sér sæti á stórmótum. Óhætt er að segja að körfuboltalandslið karla sé komið á þá gömlu og góðu…
Szombathely Elvar Már Friðriksson lék vel gegn Ungverjum í gærkvöld en hann skoraði 20 stig og átti 10 stoðsendingar. Hér brýtur hann sér leið að körfu Ungverja, einu sinni sem oftar.
Szombathely Elvar Már Friðriksson lék vel gegn Ungverjum í gærkvöld en hann skoraði 20 stig og átti 10 stoðsendingar. Hér brýtur hann sér leið að körfu Ungverja, einu sinni sem oftar. — Ljósmynd/Aleksandar Djorovic

Í Szombathely

Víðir Sigurðsson

vs@mbl.is

Einhverra hluta vegna hefur það loðað við íslensk landslið í ýmsum greinum að fara helst „Fjallabaksleiðina“ þegar kemur að því að vinna sér sæti á stórmótum.

Óhætt er að segja að körfuboltalandslið karla sé komið á þá gömlu og góðu braut eftir að því tókst ekki að tryggja sér farseðilinn á EM 2025 í gærkvöld.

Íslenska liðið mátti tapa leiknum með fjórum stigum en ljóst var að Ungverjar myndu lifa enn í voninni um EM-sæti ef þeir myndu knýja fram sex stiga sigur.

Sú var raunin, Ungverjar sigruðu, 87:78, í Szombathely, elstu borg Ungverjalands, eftir sveiflukenndan leik þar sem íslenska liðið virtist um tíma vera búið að kasta öllu

...