Kortleggja þarf vandann strax, finna úrræði og fara nýjar leiðir varðandi móttöku erlendra barna í grunnskólana í Reykjavík til þess að laga þau að íslensku skólakerfi og samfélagi. Þetta segja þau Helgi Áss Grétarsson og Marta Guðjónsdóttir,…
Marta Guðjónsdóttir
Marta Guðjónsdóttir

Ólafur E. Jóhannsson

oej@mbl.is

Kortleggja þarf vandann strax, finna úrræði og fara nýjar leiðir varðandi móttöku erlendra barna í grunnskólana í Reykjavík til þess að laga þau að íslensku skólakerfi og samfélagi.

Þetta segja þau Helgi Áss Grétarsson og Marta Guðjónsdóttir, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar í samtali við Morgunblaðið.

Á miðvikudag var haldinn aukafundur í ráðinu að þeirra ósk, þar sem ástandið í reykvískum grunnskólum var til umræðu og sjónum sérstaklega beint að hinu alvarlega ástandi sem viðgengist hefur undanfarið í Breiðholtsskóla og snýr að ofbeldi- og einelti og Morgunblaðið hefur greint ítarlega frá undanfarið.

„Þarna fengum við í fyrsta skipti upplýsingar um það mál á vettvangi Reykjavíkurborgar, en hingað til höfum við aðeins fengið fregnir af málinu í fjölmiðlum og í samtölum við áhyggjufulla foreldra

...