„Þetta er ekki rétt, hefur Sarah Miles (sem m.a. er á nippinu að fá taugaáfall) staðhæft við eiginmann sinn. – Ég hef aldrei farið í rúmið með Burt Reynolds.“ Úr Alþýðublaðinu 1973. Að vera á nippinu (með e-ð/að gera e-ð) er að vera alveg að því kominn … Úr dönsku, ekki óvænt: nip; være på nippet til. Sést enn og gleður gamla.