Staldraðu við er yfirskrift sýningar sem er opnuð í dag, föstudaginn 21. febrúar, kl. 18 í Hafnarborg. Segir í tilkynningu að þar megi finna verk eftir átta listamenn frá Englandi og Íslandi og á sýningunni sé sjónum beint að list sem ferli og getu…

Staldraðu við er yfirskrift sýningar sem er opnuð í dag, föstudaginn 21. febrúar, kl. 18 í Hafnarborg. Segir í tilkynningu að þar megi finna verk eftir átta listamenn frá Englandi og Íslandi og á sýningunni sé sjónum beint að list sem ferli og getu hennar til að tengjast áhorfandanum og umhverfi sínu. „Að staldra við er þegar við höfum tilhneigingu til að dvelja lengur vegna tregðu til að fara.“ Samhliða sýningunni kemur út bókin Linger, sem er með greinum eftir Mika Hannula.