Ég hef verið að endurnýja kynni mín af Múmínálfunum undanfarið, í félagi við eins og hálfs árs gamla dótturdóttur mína. Henni þykir talsvert til þeirra koma á skjánum. Um daginn horfðum við á þátt þar sem ótti sótti að Múmínsnáðanum fyrir þær sakir að reimt var í Múmínhúsinu
Atsjú Kvefuð vofa sótti að Múmínsnáðanum.
Atsjú Kvefuð vofa sótti að Múmínsnáðanum.

Orri Páll Ormarsson

Ég hef verið að endurnýja kynni mín af Múmínálfunum undanfarið, í félagi við eins og hálfs árs gamla dótturdóttur mína. Henni þykir talsvert til þeirra koma á skjánum. Um daginn horfðum við á þátt þar sem ótti sótti að Múmínsnáðanum fyrir þær sakir að reimt var í Múmínhúsinu. Skalf snáðinn og nötraði af þeim sökum. Loks gaf draugurinn sig fram og reyndist hinn geðþekkasti. Tók snáðinn þá gleði sína á ný.

Nema hvað, draugurinn gekk ekki á öllum strokkum. Hann var nefnilega með kvef. Bauð Múmínsnáðinn honum vasaklút sem draugurinn afþakkaði, snýtti sér bara í lakið sem hann var klæddur í. Það er nefnilega það, hugsaði ég með mér. Geta draugar þá líka fengið kvef? Er maður ekki einu sinni laus við þann kvilla fyrir handan?

Fljótlega eftir þetta fékk dótturdóttir mín nóg af Múmínálfunum og sótti bók til að lesa. Um Gretti sterka. Líkt og eins og hálfs árs gömul

...