
Sigurveig G. Einarsdóttir fæddist 6. júní 1936 á Víkingavatni í Kelduhverfi. Hún lést á dvalarheimilinu Hlíð 1. febrúar 2025.
Foreldrar hennar voru Einar Benediktsson, f. 13. júní 1905, d. 26. júní 1990 og Kristín Björnsdóttir, f. 22. ágúst 1901, d. 5. október 1985. Systkini hennar eru Vilborg Sigríður, d. 1988, Pétur, d. 2024, Lára Steinunn, d. 2006 og Guðbjörg.
Sigurveig giftist Ólafi Eyfjörð Benediktssyni málara, f. 14. nóvember 1933, d. 15. desember 1995, þann 25. október 1958. Saman áttu þau tvær dætur; Ingibjörgu Ólafsdóttur, f. 10. mars 1959, og Kristínu Ólafsdóttur, f. 25. september 1962. Ingibjörg er gift Ara Birni Fossdal. Synir þeirra eru Ólafur Fossdal og Júlíus Fossdal. Kristín er gift Þorgeiri V. Jónssyni. Dætur þeirra eru Arna Sif og Ólöf Ósk Þorgeirsdætur. Langömmubörn Sigurveigar eru
...