
Ég hef síðastliðin tvö ár farið í tvær einstakar ferðir, fyrst til Sambíu og svo til Tansaníu og Taílands. Ég veit ekki alveg af hverju en það hefur alltaf verið einhver þrá hjá mér að taka þátt í sjálfboðaliðastarfi. Svo tók ég bara ákvörðun um að vera ekki að eyða tíma í að bíða eftir því að einhver kæmi með mér, þannig að ég fór bara ein. Það er klárlega ein besta ákvörðun sem ég hef tekið því þessi ferðalög hafa kennt mér svo margt. Ég er mjög ánægð með að hafa bara kýlt á þetta, en ég hafði aldrei áður farið einsömul til útlanda og líka aldrei farið áður til Afríku. Í báðum ferðum kynntist ég ótrúlega mikið af góðu fólki sem ég er ennþá í daglegum samskiptum við.“
Hvernig var fyrri ferðin?
„Páskana árið 2023 fór ég í mánuð til Sambíu til að starfa með samtökum sem heita African Impact. Í upphafi var þetta lítil fjölskyldurekin stofnun en nú
...