
Noregur Logi Tómasson á að baki sjö A-landsleiki fyrir Ísland.
— Morgunblaðið/Eggert
Freyr Alexandersson, þjálfari norska knattspyrnufélagsins Brann, hefur mikinn áhuga á því að fá bakvörðinn Loga Tómasson til liðs við sig. Norski miðillinn Bergens Tidende fjallar um hugsanleg vistaskipti Loga til Brann, en hann er samningsbundinn Strömsgodset í norsku úrvalsdeildinni. Norsku félögin eiga nú í viðræðum um Loga, en hann hélt út í atvinnumennsku í ágúst árið 2023 og á að baki sjö A-landsleiki fyrir Ísland.