„Halla var meðal annars búin að leigja risastóran uppblásin kút með botni sem við drógum út á sjó þar sem við settum niður akkeri. Þar lágum við í sólbaði, úti á Karíbahafi. Þvílík veisla! Og veðrið var fullkomið, 25-30 gráður alla daga og sól.“

Tobba er fertug og starfar sem upplýsingafulltrúi í menningar- og viðskiptaráðuneytinu. Hún er nýkomin úr níu daga, æsispennandi ferð til Karíbahafsins, þangað sem hún fór ásamt hópi af vinkonum.

„Ein úr vinahópnum [Halla Fróðadóttir] flutti tímabundið til Curacao vegna vinnu og ég er svo heppin að það eru mjög skipulagsglaðar konur í þessum hópi sem létu heldur betur til sín taka við að skipuleggja heimsókn um leið og sú brottflutta uppljóstraði um áform sín,“ svarar Tobba þegar hún er spurð hvernig ferðin hafi komið til.

„Hún átti aldrei séns gegn okkur blessunin og tók á móti okkur sólkysst og geislandi og gaf okkur tíma sinn svo fallega. Mér finnst tíminn vera ein dýrmætasta gjöfin. Hann er það sem ég óska mér mest að eiga meira af og ég met það mjög mikils þegar fólk gefur tíma sinn. Tími er munaður sem ég reyni að ráðstafa vel og þessi

...