
Guðni Ósmann Ólafsson fæddist í Ólafsfirði 12. ágúst árið 1946. Hann lést á sjúkrahúsinu á Siglufirði 6. febrúar 2025.
Foreldrar Guðna voru Ólafur Meyvant Jóakimsson skipstjóri, f. 11. maí 1924, d. 1. júní 1998, og Fjóla Baldvinsdóttir húsmóðir, f. 2. júní 1927, d. 2. september 2005. Bræður Guðna eru þeir Ægir, Sigurður og Jóakim Freyr Ólafssynir.
Þann 25. ágúst árið 1968 giftist Guðni Ásdísi Pálmadóttur frá Dalvík, f. 12. desember 1948. Börn þeirra eru Lilja Ósmann Guðnadóttir, f. 20. júní 1968, Fjóla Guðnadóttir, f. 17. nóvember 1969, Ólafur Pálmi Guðnason, f. 14. apríl 1977, giftur Ragnheiði R. Magnúsdóttur, og Birkir Guðni Guðnason, f. 25. ágúst 1981, giftur Jóhönnu Fjólu Sæmundsdóttur. Barnabörn Guðna og Ásdísar eru 11 og barnabarnabörnin eru þrjú.
Guðni bjó í Ólafsfirði alla sína tíð
...