Heimsmarkaðsverð á kaffi hefur hækkað gríðarlega undanfarna mánuði, sem mun að öllum líkindum leiða til umtalsverðra verðhækkana fyrir neytendur. Þetta segir Guðmundur Halldórsson, framkvæmdastjóri Te & kaffi, í samtali við Morgunblaðið, en fyrirtæki hans fer ekki varhluta af ástandinu

Þróun Guðmundur segir að neysla á kaffi hafi verið umfram framboð síðustu ár og gengið hafi á varabirgðir hrákaffis um allan heim.
— Morgunblaðið/Eggert
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Heimsmarkaðsverð á kaffi hefur hækkað gríðarlega undanfarna mánuði, sem mun að öllum líkindum leiða til umtalsverðra verðhækkana fyrir neytendur.
Þetta segir Guðmundur Halldórsson, framkvæmdastjóri Te & kaffi, í samtali við Morgunblaðið, en fyrirtæki hans fer ekki varhluta af ástandinu. „Við munum þurfa að hækka verð. Við hækkuðum verð í byrjun desember og erum búin að tilkynna viðskiptavinum okkar á heildsölumarkaði um aðra hækkun sem tekur gildi um miðjan mars. Ég á því miður ekki von á öðru en að við þurfum að skoða verð aftur seinna á árinu,“ segir Guðmundur.
Svipuð atburðarás
Hann segir að einhverju leyti um svipaða atburðarás að ræða á kaffimarkaði eins og verið hefur á súkkulaðimarkaði
...