Stórfjölskyldan Hér er stórfjölskyldan í fríi á Ítalíu í fyrra í tilefni af 75 ára afmæli Friðriks, föður Ragnheiðar.
Stórfjölskyldan Hér er stórfjölskyldan í fríi á Ítalíu í fyrra í tilefni af 75 ára afmæli Friðriks, föður Ragnheiðar.

Ragnheiður Hulda Friðriksdóttir fæddist á Landspítalanum í Reykjavík og bjó fyrstu tvö æviárin í Hafnarfirði. Hún fluttist með foreldrum sínum og eldri bróður til Svíþjóðar þar sem þau dvöldu í níu ár, lengst af í úthverfi Gautaborgar. Fjölskyldan flutti til Akureyrar þegar Ragnheiður var 11 ára gömul þar sem hún gekk í Glerárskóla og síðan í Menntaskólann á Akureyri þaðan sem hún útskrifaðist árið 1995.

„Frá Svíþjóðarárunum hef ég minningar um boltaleiki á túninu, ávaxtahnupl úr görðum nágranna, krabbaveislur og sælu á sænskum sumarkvöldum. Við áttum alltaf íslenska nágranna á Svíþjóðarárunum, sem hjálpaði til við að viðhalda íslenskunni og Íslendingnum í okkur systkinunum. Það gerði umskiptin við að flytja til Akureyrar 11 ára gömul auðveldari. Þar eignaðist ég góða vini og vinkonur í gegnum skóla, stuttan handboltaferil og örlítið lengri tónlistarskólaferil. Grunnskólavinkonur mínar halda

...