
Arnar Sigurðsson, Addi Sandari eins og hann var alltaf kallaður, fæddist 15. nóvember 1931 í Hallsbæ á Hellissandi á Snæfellsnesi. Hann lést á Borgarspítalanum 28. janúar 2025.
Foreldrar hans voru Sigurður Magnússon, múrari og verkstjóri í frystihúsinu á Hellissandi, f. 17. ágúst 1903, d. 26. nóvember 1989, og Guðrún Jónasdóttir húsfreyja, f. 11. október 1904, d. 23. ágúst 1994. Systkini Adda eru Jónas, f. 4. ágúst 1927, d. 18. nóvember 1998, Inga, f. 12. júlí 1933, d. 28. nóvember 2024, og Magnús, f. 16. júlí 1938.
Arnar ólst upp á Hellissandi og vann þar við múrverk með föður sínum frá unga aldri. Addi fór ungur á sjó og lauk fiskimannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1954. Hann var stýrimaður á vetrarvertíðum meðal annars á Ágústi, Kára, Tý og Bjarna riddara en stundaði múrverk á
...