Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa flokkarnir fimm sem staðið hafa í meirihlutaviðræðum í borgarstjórn Reykjavíkur undanfarna daga ekki enn gengið frá verkaskiptingu sín á milli. Þar mæna flestir á stól borgarstjóra en ekkert mun hafa verið ákveðið, hvað þá innsiglað um það
Tjörnin Mávagerið sem vomaði yfir Ráðhúsi Reykjavíkur í gær kunni vel við vindinn en innandyra gustaði víst líka.
Tjörnin Mávagerið sem vomaði yfir Ráðhúsi Reykjavíkur í gær kunni vel við vindinn en innandyra gustaði víst líka. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Andrés Magnússon

andres@mbl.is

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa flokkarnir fimm sem staðið hafa í meirihlutaviðræðum í borgarstjórn Reykjavíkur undanfarna daga ekki enn gengið frá verkaskiptingu sín á milli. Þar mæna flestir á stól borgarstjóra en ekkert mun hafa verið ákveðið, hvað þá innsiglað um það.

Flestir hafa talið líklegast að Heiða Björg Hilmisdóttir, oddviti Samfylkingar, yrði nýr borgarstjóri hins nýja hreina vinstrimeirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, enda er Samfylkingin stærst flokka í þeim hópi með fimm borgarfulltrúa.

Ekki hefur hins vegar verið full samstaða í hópnum um að Samfylkingin ætti að leiða meirihlutann úr borgarstjórastóli, og meðal annars rætt um að finna borgarstjóra utan borgarstjórnar. Þar munu meðal annars hafa verið reifuð sjónarmið

...