Tekjur af erlendum ferða­mönnum á þriðja ársfjórðungi 2024 námu tæplega 241 milljarði króna saman­borið við 235 milljarða á þriðja ársfjórðungi 2023. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. Á tólf mánaða tímabili frá október 2023 til september 2024…
Ferðamenn Tekjur af erlendum ferðamönnum jukust milli ára.
Ferðamenn Tekjur af erlendum ferðamönnum jukust milli ára. — Morgunblaðið/Eyþór

Tekjur af erlendum ferða­mönnum á þriðja ársfjórðungi 2024 námu tæplega 241 milljarði króna saman­borið við 235 milljarða á þriðja ársfjórðungi 2023. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. Á tólf mánaða tímabili frá október 2023 til september 2024 voru tekjur af erlendum ferðamönnum tæplega 612 milljarðar króna samanborið við 587 milljarða fyrir sama tímabil árinu áður.

Fjöldi starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu á Íslandi var 31.571 í október 2024, sem er 1% færri en í október 2023 þegar fjöldinn var 31.815. Á tólf mánaða tímabili frá nóvember 2023 til október 2024 störfuðu að jafnaði um 31.487 í einkennandi greinum ferðaþjónustu samanborið við 31.144 fyrir sama tímabil frá árinu áður.

Velta samkvæmt virðisauka­skatt­skýrslum í einkennandi greinum ferðaþjónustu á Íslandi nam 174 milljörðum króna í septem­ber til október, sem er um það bil 3% aukning samanborið við sama tímabil 2023.

Gistinætur á hótelum í október 2024 voru 513.804 samanborið við 493.189

...