
Álögur hins opinbera hafa aukist.
Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins segja að Íslands sé orðið að háskattalandi.
Tilefnið er mikil hækkun gjalda á nýjar íbúðir í Reykjavík, sem fjallað var um í ViðskiptaMogganum á miðvikudag, en þau eru talin munu nema 5,5 milljónum króna á hverja íbúð.
Slík gjaldtaka leggst ofan á þá skatta sem skattgreiðendur, þar með talið fyrstu kaupendur, greiða nú þegar.
Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir aukin umsvif ríkisvaldsins þrýsta á tekjuöflun í formi skattheimtu.
Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs hjá Samtökum iðnaðarins, segir skatttekjur hins opinbera hér með þeim hæstu í heiminum. » 6