
Ég hef ferðast um land allt síðastliðnar vikur í aðdraganda landsfundar sjálfstæðismanna og lagt við hlustir hvað brennur mest á landsbyggðinni. Skórinn virðist alls staðar kreppa á sama stað – samgöngur milli landshluta eru í ólestri og víða er vegakerfið hrunið eða að hruni komið. Þetta á sérstaklega við á Vesturlandi og Vestfjörðum, þar sem þungatakmarkanir hafa verið settar á flesta vegi og ástandið er orðið þannig að sums staðar er hætt að landa sjávarafla, þar sem ekki er hægt að koma honum á markað.
Vegagerðin hefur lýst yfir hættuástandi víða vegna bikblæðinga, bæjarstjórinn í Stykkishólmi talar um neyðarástand á Snæfellsnesi, atvinnurekendur verða stöðugt fyrir skaða og notendur kvarta undan eyðileggingu ökutækja með tilheyrandi samfélagslegum kostnaði. Of litlu fjármagni er veitt í verkefnið og það sem þó fæst fer í að slökkva brennandi elda í stað fyrirbyggjandi viðhalds. Þannig
...