„Ég hugsa að við eigum alveg að geta verið frekar þéttur minnihluti og veitt þeim gott aðhald,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, en þau Friðjón R. Friðjónsson eru gestir Dagmála í dag. „Saman verður þessi minnihluti Framsóknar,…

Spennt Friðjón og Þórdís Lóa eru spennt fyrir minnihlutasamstarfinu.
„Ég hugsa að við eigum alveg að geta verið frekar þéttur minnihluti og veitt þeim gott aðhald,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, en þau Friðjón R. Friðjónsson eru gestir Dagmála í dag.
„Saman verður þessi minnihluti Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar miklu öflugri minnihluti og samstæðari minnihluti heldur en sá sem að var, vegna þess að við áttum sjaldnast samleið með einhverju sem sósíalistar voru að gera eða Vinstri græn,“ segir Friðjón.
Þórdís Lóa segist oft hafa öfundað minnihlutann af stöðu sinni. „Ég er mjög spennt. Ég verð bara stanslaust í fjölmiðlum, tjáandi mig um allt og alla. Ég sé þetta frelsi fyrir mér. Er þetta ekki þitt líf?“ spurði Þórdís Lóa Friðjón. „Þetta er bara oflæti og offramboð,“ svaraði hann að bragði.