
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Eyjamenn og Ísfirðingar hafa ákveðið að leggjast saman á árarnar við framleiðslu á eldislaxi í þeim skilningi að Laxey og Ístækni hafa gert með sér samstarfssamning.
Forráðamenn fyrirtækjanna undirrituðu í vikunni samning um afhendingu á vinnslubúnaði fyrir sláturhús Laxeyjar í gæðaframleiðslu á landeldislaxi.
Laxey rekur landeldi í Vestmannaeyjum og þar er sláturhús í undirbúningi. Ístækni er nýlegt fyrirtæki á Ísafirði en eigendur fyrirtækisins keyptu vélar og búnað sem bauðst eftir að Skaginn 3X hætti starfsemi á Ísafirði. Áður var til fyrirtækið 3X-Stál ehf. á Ísafirði og vakti talsverða athygli um tíma. Fékk til að mynda útflutningsverðlaun forsetaembættisins. „Samningurinn nær yfir afhendingu og uppsetningu alls vinnslubúnaðar, allt
...