„Þeim finnst magnað að fólk panti sér heilan bolla af flóaðri mjólk eftir hádegis- eða kvöldmat. Þeir skilja ekki hvernig maginn ræður við þetta eftir máltíð. Espresso er bara þeirra kaffi, líka eftir kvöldmat.“
Við Gardavatn er ekki hið hefðbundna strandarlíf en hrikalega gaman að vera þar.
Við Gardavatn er ekki hið hefðbundna strandarlíf en hrikalega gaman að vera þar. — Unsplash/Daria Strategy

Ítalíudrottningin Hjördís Hildur Jóhannsdóttir, deildarstjóri söluvers Úrvals Útsýnar, segir borðhald Ítala öllu afslappaðra en gengur og gerist hérlendis. Klukkan sjö, þegar Íslendingar eru jafnan að snæða kvöldverð eða eru nýbúnir að því, eru Ítalir að byrja á „aperitivo“ á börunum, sem felst í fordrykk og snarli með. Klukkan níu setjast Ítalirnir niður og fá sér að borða og getur borðhaldið staðið fram undir miðnætti.

„Enda sérðu ekki oft litla krakka á veitingastöðum,“ bendir Hjördís á þegar hún segir frá ítalskri menningu.

Þegar minningarnar frá Ítalíuævintýrinu skjóta sér upp í kollinn sér hún sjálfa sig á reiðhjóli, með gott ítalskt rauðvín í körfu á stýrinu, á leið í lautarferð.

„Ég ferðaðist mjög mikið um Ítalíu þegar ég bjó þarna og hef alltaf haft góð tengsl við landið. Ég hef

...