
Hörður Gunnarsson fæddist 24. ágúst 1939 í Reykjavík. Hann lést á Landakotsspítala 17. febrúar 2025.
Foreldrar hans voru Gunnar Kristinsson fangavörður, f. 1913, d. 1982 og Svanhildur Guðmundsdóttir verkakona, f. 1912, d. 1996.
Systur Harðar eru Auður, f. 1934, Bergljót, f. 1938 og Hildigunnur, f. 1941.
Eftirlifandi eiginkona Harðar er Margrét Þórisdóttir sjúkraþjálfari, f. 1940 og eru börn þeirra Þórir, f. 1970 og Svanhildur, f. 1972.
Hörður byrjaði snemma að stunda sjómennsku á fraktskipum en síðan flutti hann sig í sjálfstæðan rekstur, sem hann var með alveg þar til hann hætti sökum aldurs.
Hörður byrjaði að stunda glímu ungur að árum hjá Glímufélaginu Ármanni en áhuginn fór fljótlega að snúast
...