Byggt Alls komu 387 nýbyggðar íbúðir á markað á landinu í janúar.
Byggt Alls komu 387 nýbyggðar íbúðir á markað á landinu í janúar. — Morgunblaðið/Eggert

Merki eru um viðsnúning á fasteignamarkaði til meiri virkni í byrjun yfirstandandi árs, þar sem ekki hafa verið teknar fleiri íbúðir af sölu í janúarmánuði síðan í ársbyrjun 2021 þegar vextir voru í lágmarki. Voru alls teknar tæplega eitt þúsund íbúðir úr sölu í janúar og voru þær um 300 fleiri en í desember á síðasta ári. Í janúarmánuði í fyrra voru 928 fasteignir teknar úr sölu.

Þetta kemur fram í nýútkominni mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þegar reynt er að áætla umsvif á fasteignamarkaði hefur mátt sjá að sterk fylgni hefur verið á milli fjölda íbúða sem teknar eru úr sölu á vefnum fasteignir.is og fjölda útgefinna kaupsamninga.

Bent er á að markaðurinn róaðist í desember og kaupsamningum fækkaði frá nóvember um rúm 6% en töluverð virkni var þó á markaðinum sé litið á allan síðasta fjórðung ársins 2024 ef tillit

...