Ævintýri Víkings úr Reykjavík í Sambandsdeild Evrópu í knattspyrnu karla lauk með afar dramatískum og svekkjandi hætti í gærkvöldi þegar liðið tapaði fyrir Panathinaikos, 2:0, í síðari leik liðanna í umspili um sæti í 16-liða úrslitum keppninnar

Vonbrigði Valdimar Þór Ingimundarson á erfitt með að leyna vonbrigðum sínum eftir að hafa farið illa að ráði sínu í góðu marktækifæri í gærkvöldi.
— Ljósmynd/Víkingur
Í Aþenu
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
Ævintýri Víkings úr Reykjavík í Sambandsdeild Evrópu í knattspyrnu karla lauk með afar dramatískum og svekkjandi hætti í gærkvöldi þegar liðið tapaði fyrir Panathinaikos, 2:0, í síðari leik liðanna í umspili um sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. Víkingur vann fyrri leikinn í Helsinki í Finnlandi í síðustu viku 2:1 og tapaði því einvíginu samanlagt 3:2.
Sigurmark Panathinaikos kom á fjórðu mínútu uppbótartíma og voru Víkingar því hársbreidd frá því að knýja fram framlengingu. Allt kom þó fyrir ekki og þátttöku Víkings í Sambandsdeildinni er lokið eftir magnaða og sögulega frammistöðu í keppninni á tímabilinu.
Víkingur er fyrsta íslenska félagsliðið sem vinnur leik í riðla-
...