Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins eru sammála um að Ísland teljist vera háskattaríki. Tilefnið er fyrirspurn Morgunblaðsins vegna umfjöllunar í síðasta ViðskiptaMogga um hækkun gjalda á nýjar íbúðir í Reykjavík

Ráðhúsið Borgin hyggst auka gjaldtöku vegna uppbyggingar íbúða.
— Morgunblaðið/Ómar
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins eru sammála um að Ísland teljist vera háskattaríki.
Tilefnið er fyrirspurn Morgunblaðsins vegna umfjöllunar í síðasta ViðskiptaMogga um hækkun gjalda á nýjar íbúðir í Reykjavík. Samkvæmt útreikningum Ingva Jónassonar, framkvæmdastjóra Klasa, mun fyrirhuguð hækkun gatnagerðargjalda þýða alls 5,5 milljónir á íbúð á Ártúnshöfða.
Þetta eru töluverðir fjármunir og því vaknar spurning hversu háa skatta íslenskur almenningur er farinn að greiða í alþjóðlegu samhengi.
Jafnframt vakna spurningar um hversu mikið fyrstu kaupendur íbúða greiða í skatta og gjöld.
Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri
...