„Það var auðveld ákvörðun að setja þessa bók saman. Þegar fyrirtækið var að nálgast áttræðisafmælið, í mars 2024, kom Haukur Alfreðsson hjá Sögufélagi Loftleiða að máli við mig og lagði til að ég gerði veglega ljósmyndabók um sögu félagsins, bók sem gerði þessu mikla Loftleiðaævintýri skil
Útsjónarsamur Alfreð Elíasson tók formlega við sem forstjóri Loftleiða í desember 1953. Stuttu síðar byrjaði félagið að auglýsa ódýr fargjöld.
Útsjónarsamur Alfreð Elíasson tók formlega við sem forstjóri Loftleiða í desember 1953. Stuttu síðar byrjaði félagið að auglýsa ódýr fargjöld. — Ljósmynd/Lennart Carlén

Viðtal

Anna Rún Frímannsdóttir

annarun@mbl.is

„Það var auðveld ákvörðun að setja þessa bók saman. Þegar fyrirtækið var að nálgast áttræðisafmælið, í mars 2024, kom Haukur Alfreðsson hjá Sögufélagi Loftleiða að máli við mig og lagði til að ég gerði veglega ljósmyndabók um sögu félagsins, bók sem gerði þessu mikla Loftleiðaævintýri skil. Ég hélt það nú og hófst handa,“ segir Sigurgeir Orri Sigurgeirsson inntur eftir því hvað hafi orðið til þess að hann hafi ákveðið að skrásetja sögu Loftleiða og gefa út bókina Loftleiðir sem kom út í fyrra. Segir hann óhætt að fullyrða að mikil rannsóknarvinna hafi legið að baki bókinni.

„Þó ekki beinlínis fyrir bókina sjálfa. Ég bjó að því að hafa gert heimildarmynd um Alfreð Elíasson og Loftleiðir árið

...