Það er tímabært að ríkið hætti að skella skollaeyrum við eðlilegri kröfu um grunnþjónustu, horfist í augu við breytta tíma og komi með alvöru lausnir.

Einar Freyr Elínarson
Einar Freyr Elínarson
Læknaskortur á landsbyggðinni hefur verið viðvarandi vandamál í áraraðir. Þrátt fyrir að það sé á ábyrgð heilbrigðisráðuneytisins að tryggja grunnheilbrigðisþjónustu virðist lítið hafa verið gert til að laða lækna að störfum í dreifðum byggðum og tryggja þjónustu um allt land.
Fyrir stuttu skrifaði ég grein þar sem ég lýsti viljaleysi ríkisins til þess að tryggja íbúum á öllu landinu grunnþjónustu eins og löggæslu og heilbrigðisþjónustu. Í framhaldinu hafði ég samband við heilbrigðisráðuneytið og óskaði eftir svörum við eftirtöldum spurningum:
1. Hvert er hlutfall fastráðinna lækna í stöðugildum á landsbyggðinni?
a. Óskað er eftir að sérstaklega sé líka tilgreint hlutfallið í þeim læknishéruðum þar
...