Sambíóin, Laugarásbíó og Smárabíó Captain America: Brave New World ★★··· Leikstjórn: Julius Onah. Handrit: Rob Edwards, Malcolm Spellman, Dalan Musson, Julius Onah og Peter Glanz. Aðalleikarar: Harrison Ford, Anthony Mackie, Danny Ramirez, Shira Haas, Carl Lumbly, Xosha Roquemore, Giancarlo Esposito og Tim Blake Nelson. Bandaríkin, 2025. 118 mín.
Fagurrauður Harrison Ford breytist í rauðan beljaka í kvikmyndinni Captain America: Brave New World.
Fagurrauður Harrison Ford breytist í rauðan beljaka í kvikmyndinni Captain America: Brave New World.

kvikmyndir

helgi snær

sigurðsson

Enn syrtir í álinn hjá Marvel, stórveldinu í bandarísku ofurmennadeildinni. Hægt og bítandi hafa kvikmyndir úr þeirri smiðju farið frá því að vera hin besta skemmtun yfir í að vera lítið meira en leiðindi, líkt og sú nýjasta, Captain America: Brave New World, eða Kafteinn Ameríka: Veröld ný og góð. Eins og sjá má af titlinum er hann blygðunarlaust sóttur í heiti þekktrar dystópíu enska höfundarins Aldous Huxley frá árinu 1932. Hvað þessi verk eiga sameiginlegt, bókin og þessi kvikmynd, treysti ég mér ekki til að meta en mig grunar að það sé heldur fátt.

Harrison Ford, sá geðþekki öldungur og reynslubolti í Hollywood, breytist í rauðan og ofsareiðan risa í þessu nýjasta útspili Marvel, risa sem

...