Allir sem nota netið kannast við vefkökur, cookies á ensku, litla textaskrá sem er vistuð í tölvum og símum þegar vefsíður eru heimsóttar. Í fjarskiptalögum eru reglur um hvenær og hvernig sé heimilt að nota kerfi og búnað, þ.m.t
Vefkökur Athugun Fjarskiptastofu leiðir í ljós að vefþjónustaðilar uppfylla ekki kröfur fjarskiptalaga um upplýsingar til notenda um vefkökur.
Vefkökur Athugun Fjarskiptastofu leiðir í ljós að vefþjónustaðilar uppfylla ekki kröfur fjarskiptalaga um upplýsingar til notenda um vefkökur. — Colourbox

Baksvið

Guðm. Sv. Hermannsson

gummi@mbl.is

Allir sem nota netið kannast við vefkökur, cookies á ensku, litla textaskrá sem er vistuð í tölvum og símum þegar vefsíður eru heimsóttar. Í fjarskiptalögum eru reglur um hvenær og hvernig sé heimilt að nota kerfi og búnað, þ.m.t. vefkökur, til að safna og/eða geyma upplýsingar um athafnir eða samskipti notanda í endabúnaði hans, fylgjast með athöfnum notanda eða veita aðgang að slíkum upplýsingum. Meginreglan er sú að notkun á vefkökum í þessum tilgangi er óheimil nema samkvæmt upplýstu samþykki notanda.

Fjarskiptastofa hefur nú gert úttekt á notkun á vefkökum hjá átta fjölsóttum íslenskum vefþjónustuaðilum sem sérhæfa sig sem milliliðir í vöru- og þjónustuframboði á netinu og reiða sig á samskipti við viðskiptavini um netið

...