Arnór Smárason hefur látið af störfum sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val. Arnór er að flytja til Svíþjóðar ásamt fjölskyldu sinni. Hann verður tæknilegur ráðgjafi knattspyrnudeildar Vals og mun halda áfram vinnu við innleiðingu á nýrri stefnu í…

Arnór Smárason hefur látið af störfum sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val. Arnór er að flytja til Svíþjóðar ásamt fjölskyldu sinni. Hann verður tæknilegur ráðgjafi knattspyrnudeildar Vals og mun halda áfram vinnu við innleiðingu á nýrri stefnu í samvinnu við sænska ráðgjafarfyrirtækið GoalUnit, að því er fram kemur í tilkynningu Valsmanna.

Luis Rubiales, fyrrverandi forseti spænska knattspyrnusambandsins, var í dag dæmdur fyrir kynferðisofbeldi í garð Jenni Hermoso, leikmanns spænska kvennalandsliðsins, á Spáni. Atvikið átti sér stað á verðlaunaafhendingu heimsmeistaramóts kvenna í Sydney í Ástralíu 20. ágúst árið 2023, en Rubiales smellti þá kossi beint á munninn á Hermoso þegar hann óskaði leikmönnum spænska liðsins til hamingju með sigurinn. Rubiales var sektaður um 11.000 evrur, um 1,6 milljónir íslenskra króna, og þá þarf hann að halda sig í að

...