„Tilefnið er að margir hafa fengið nóg af ljótum byggingum sem eru farnar að þrengja að fólki og mannlífi, þar með talið í miðborginni. Að okkar mati er þetta byggða umhverfi ómannvænlegt,“ segir Egill Sæbjörnsson, myndlistarmaður í…
Torfan Guðni Valberg arkitekt tók þessa mynd af Bernhöftstorfunni í Reykjavík vorið 2014. Rífa átti Torfuna. Egill Sæbjörnsson listamaður líkir baráttu samtímans fyrir fegurð við baráttuna fyrir friðun Torfunnar.
Torfan Guðni Valberg arkitekt tók þessa mynd af Bernhöftstorfunni í Reykjavík vorið 2014. Rífa átti Torfuna. Egill Sæbjörnsson listamaður líkir baráttu samtímans fyrir fegurð við baráttuna fyrir friðun Torfunnar. — Ljósmynd/Guðni Valberg

Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

„Tilefnið er að margir hafa fengið nóg af ljótum byggingum sem eru farnar að þrengja að fólki og mannlífi, þar með talið í miðborginni. Að okkar mati er þetta byggða umhverfi ómannvænlegt,“ segir Egill Sæbjörnsson, myndlistarmaður í Berlín, um ákall arkitekta og listamanna um breytt viðhorf til skipulags og húsagerðarlistar.

Krafist er tafarlausra aðgerða „til að stöðva núverandi þróun borgar og bæja hérlendis, þ.e. skipulagningu og uppbyggingu hverfa og húsa sem fyrst og fremst eru mótuð af hagsmunum fjármagnsins fremur en almannaheill“ og getur almenningur lýst yfir stuðningi við ákallið á Island.is.

Ásamt Agli skrifa þau Ásta Logadóttir, Hilmar Þór Björnsson, Hjörleifur Stefánsson, Magnús

...