Sú breyting sem lögð er til í frumvarpsdrögum félags- og vinnumarkaðsráðherra að tengja fjárhæðir elli- og örorkulífeyris almannatrygginga við launavísitölu mælist misvel fyrir í umsögnum. Markmiðið er að bæta stöðu þeirra sem fá greiðslur almannantrygginga frá því sem verið hefur en í umsögn ASÍ, sem kveðst styðja markmiðið um að bæta lífskjör og útrýma fátækt, er hins vegar bent á að það að festa lífeyri almannatrygginga við þróun launavísitölu veki upp spurningar, m.a. um hvort sú aðgerð nái markmiðum sínum.
„Í kjarasamningum síðustu ára voru lægstu laun hækkuð sérstaklega. Hækkun lægstu launa er þá umfram hækkanir í samfélaginu í heild sem launavísitala endurspeglar. Að festa almannatryggingar við launavístölu leiðir til þess að bætur almannatrygginga munu dragast aftur úr lágtekjuhópum eins og ASÍ hefur endurtekið vakið athygli á í umsögnum við fjárlög. ASÍ telur óásættanlegt
...