
Jófríður Guðjónsdóttir (Fríða) fæddist 25. apríl 1950. Hún lést 7. febrúar 2025.
Útför hennar fór fram 19. febrúar 2025.
Nú er hún Fríða okkar allra farin frá okkur, en hún þráði svo heitt að fá lengri tíma með fólkinu sínu. Þau sem eftir standa finna fyrir sárum söknuði því Fríða var einstök manneskja, hjartahlý, jákvæð, skemmtileg og sýndi öllum áhuga.
Ég kynntist Fríðu þegar ég var bara 16 ára stelpukjáni. Þá eignaðist ég minn fyrsta kærasta, sem var yngsti sonur Fríðu og Árna. Þau tóku mér opnum örmum og ég bjó meira og minna hjá þeim næstu árin. Þegar við kærustuparið fluttum að heiman fluttu þau með okkur fyrst um sinn því þau seldu íbúðina sína og ætluðu að minnka við sig. Samneyti okkar var því mikið á þessum árum og á ég þeim hjónum ótrúlega mikið að
...