Það er enginn líklegri til að gera sjálfstæðisstefnuna töff og sameina og virkja fólk til stjórnmálaþátttöku með hlutverk og tilgang en Áslaug Arna.
Tryggvi Hjaltason
Tryggvi Hjaltason

Tryggvi Hjaltason

Ég hef gaman af því að ræða pólitík og á blessunarlega góða vini í öllum flokkum. Það er þó áberandi algengast að finna fyrir feimni frá fólki sem styður Sjálfstæðisflokkinn. Ég veit ekki hversu oft ég hef heyrt fólk segja mér frá því að það vilji t.a.m. ekki að fólk á vinnustað sínum viti að það styðji Sjálfstæðisflokkinn. Þetta er vont fyrir sálina að finna sig í þeirri stöðu. Þegar Áslaug Arna fór að vera númer í flokknum þá fann ég sjálfur að það er alltaf hægt að leiða í samtöl, að hún sé ástæða fyrir því að maður tekur Sjálfstæðisflokkinn alvarlega og „venjulegt fólk“ skilur það vel og heillast með.

Að tala ekki niður til annarra

Ég hef verið vinur Áslaugar í áratug og ég hef aldrei heyrt hana tala niðrandi um andstæðing, aldrei. Ég veit að þetta er aukaatriði hjá mörgum

...