
Guðmundur Sveinsson, Gummi, eins og hann var alltaf kallaður, var fæddur 25. ágúst 1943 á Vopnafirði. Hann lést 16. febrúar 2025.
Hann var sonur hjónanna Sveins Guðmundssonar frá Borgarfirði, f. 18. maí 1899, d. 1978, og Ragnhildar Jónsdóttur frá Hreðavatni, f. 5. september 1903, d. 1972.
Gummi var yngstur sjö systkina, þau eru Þórhalla f. 1931, d. 2019, Bjarni, f. 1932, Jón f. 1933, d. 2009, Árni Björgvin f. 1934, d. 2012, Ásdís f. 1936, d. 2020, og Sveinhildur, f. 1940.
Árið 1974 kynntist Gummi Sólbjörtu Hilmarsdóttur, f. 1959 frá Reykjavík, og þau hefja síðan sambúð á Borgarfirði 1975 og gifta sig 1976. Saman eignast þau fjögur börn.
Þau eru Snæbjörg, f. 1976, hún býr í Suðursveit og er í sambúð með Friðriki Hrafni og saman eiga þau
...