Guð gefi okkur þá náð að vera föðmuð af hinu eilífa lífsins faðmlagi. Fá að hvíla í því og njóta þess að faðma lífsins tré til baka.
Sigurbjörn Þorkelsson
Sigurbjörn Þorkelsson

Sigurbjörn Þorkelsson

Náð og friður, kærleikur, líf og frelsi um þig leiki í dag sem og allar stundir.

Guð blessi öll hvarma tárin sem hríslast hafa í gegnum árin niður kinnar. Hann gefi að þau verði að dýrmætum perlum í lind minninganna sem streyma fram til svölunnar sálinni, hvern dag í senn á ævinnar göngu. Því lífið er ljúft, þrátt fyrir allt.

Þess vegna bið ég kærleikans Guð að vernda þig og þína fyrir hvers kyns óáran og ófriði.

Föðmum lífsins tré

Guð gefi okkur þá náð að vera föðmuð af hinu eilífa lífsins faðmlagi. Fá að hvíla í því og njóta.

Ég bið þess að okkur mætti einnig auðnast sú blessun að faðma lífsins tré svo við fáum smitast af hinum lífgefandi kærleika

...