Sjálfstæðismaðurinn í blokkinni var áberandi stoltur af að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í öllum kosningum.

Héðinn Valdimarsson vakir enn yfir róluvellinum við Hringbraut. Börn sem þar hafa leikið sér líta á hann sem góða manninn sem gaf þeim róluvöllinn.
— Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sjónarhorn
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@mbl.is
Þegar sú sem þetta skrifar var að alast upp í Vesturbænum voru þar nokkrir róluvellir. Sá alvinsælasti var við Hringbraut og þar var gaman að vera. Það sem gerði þennan róluvöll veglegri en aðra var að þar var stytta af vörpulegum karlmanni sem virtist óhagganlegur og var eins og verndari. Við krakkarnir vissum ekki hver hann var og ef okkur hefði verið sagt að hann héti Héðinn Valdimarsson hefði það ekki sagt okkur nokkurn skapaðan hlut. Í okkar huga var þetta maðurinn sem hafði gefið okkur róluvöllinn. Enginn önnur skýring gat verið á veru hans þarna. Þetta var greinilega afar merkilegur maður og við litum upp til hans um leið og við flokkuðum hann til vina okkar.
Það var gaman að róla á
...