„Málið sem ég mun leggja fram og var kynnt á blaðamannafundi forystumanna ríkisstjórnarinnar fyrir nokkru, og ég kynnti fyrir allsherjarnefnd á miðvikudag, lýtur að því að sameina sýslumannsembættin í eitt,“ segir Þorbjörg Sigríður…
Alþingi Fram er komið á Alþingi frumvarp um sameiningu sýslumannsembættanna í eitt og annað er væntanlegt.
Alþingi Fram er komið á Alþingi frumvarp um sameiningu sýslumannsembættanna í eitt og annað er væntanlegt. — Morgunblaðið/Eyþór

Ólafur E. Jóhannsson

oej@mbl.is

„Málið sem ég mun leggja fram og var kynnt á blaðamannafundi forystumanna ríkisstjórnarinnar fyrir nokkru, og ég kynnti fyrir allsherjarnefnd á miðvikudag, lýtur að því að sameina sýslumannsembættin í eitt,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra í samtali við Morgunblaðið.

Framlagning stjórnarfrumvarps þess efnis hefur verið boðað í mars, en fyrr í vikunni bar það til tíðinda að Jón Gunnarsson, fyrrverandi dómsmálaráðherra, lagði fram frumvarp sama efnis á Alþingi. Það frumvarp var samið þegar hann gegndi embætti dómsmálaráðherra en var ekki lagt fram á þingi. Guðrún Hafsteinsdóttir, sem tók við af Jóni í ráðuneytinu, kaus að leggja málið ekki fram í sinni ráðherratíð.

Kerfið á undan löggjafanum

...